Svona virkar Meniga

Í Meniga er einfalt og skemmtilegt að fá heildstæða yfirsýn yfir öll fjármál heimilisins.

Flokkar færslur sjálkrafa

Meniga flokkar færslur af öllum bankareikningum þínum sjálfvirkt í viðeigandi flokka og þú færð yfirsýn um leið og þú skráir þig inn í fyrsta sinn.

 • Allar þínar færslur birtast á tímalínunni og þú getur auðveldlega séð hvað þú eyðir í t.d. mat, fatnað eða bensín.
 • Sambýlisfólk getur sameinað notendur sína í Meniga og fengið sameiginlegt yfirlit fyrir öll útgjöld heimilisins á sama stað.

Einfaldara yfirlit

Auðveldaðu þér lífið og láttu kerfið sjá um alla vinnuna

 • Þú getur skipt upp færslum og breytt flokkun.
 • Það er einfalt sjá hve miklu þú hefur eytt hjá viðkomandi aðila með því að smella á færsluna.

Fullkomin yfirsýn

Með einum smelli færð þú upp þinn prófíl þar sem þú sérð útgjöldin á skýran og einfaldan hátt.

Þú sérð mánaðarleg útgjöld í hverjum flokki fyrir sig og getur borið saman mismunandi tímabil eftir flokkum.

Veist þú hverju þú eyðir í matarinnkaup á mánuði? Kannaðu málið í Meniga.

Við látum þig vita

Á tímalínunni færð þú upp allar þínar færslur, vikuskýrslu og tilkynningar um endurgreiðslur og áhugaverða þróun.

 • Fylgstu með því hvort þú ert á áætlun.
 • Þú færð tilkynningar um óvenjulegar færslur.
 • Vikuskýrslan hjálpar þér að fá fullkomna yfirsýn yfir þróun mála.

Taktu áskorun

Settu þér markmið í einum eða fleiri útgjaldaliðum. Verslaðu öðruvísi, prófaðu að eyða minna í ákveðnum flokkum og fylgstu með stöðunni í lok mánaðar. Hún gæti komið þér skemmtilega á óvart.

 • Veitingastaðaráskorun

  Lækkaðu reikninginn. Skerðu niður útgjöldin á veitingastöðum um 50% í þessum mánuði.

  Hófst 15. janúar
 • Skyndibitaáskorun

  Lækkaðu útgjöldin í skyndibita um 40% í þessum mánuði.

  Hófst fyrir þrem dögum
 • Eldsneytisáskorun

  Prófaðu að labba í vinnuna, hjóla eða taka strætó. Það hressir bætir og kætir. Eyddu 30% minna í eldsneyti í þessum mánuði.

  Hefst á mánudaginn
 • Grisjaðu

  Segðu upp áskriftum og sparaðu það sem eftir er árs.

  Hefst 15. nóvember

Settu upp þína eigin áskorun

Það er einfalt mál að búa til sína eigin áskorun í Meniga. Veldu þér flokk og upphæð og skoraðu á þig.

Virkja

Þú færð tilboð og virkjar.

Greiða

Þú greiðir fullt verð við kassa.

Endurgreitt

Þú færð endurgreitt 18. hvers mánaðar

Þú sparar með Meniga

Notendum Meniga bjóðast sérsniðin tilboð sem veita góðan afslátt.

Notaðu kort sem er tengt við Meniga, virkjaðu tilboð og fáðu síðan endurgreiðslu beint inn á reikning hjá þér.

25%
Nings

Nings býður þér 25% afslátt af öllum viðskiptum.

 • 4.500 kr.

  Áunnið það sem af er tilboði

 • 0 kr.

  Lágmarksupphæð til að virkja endurgreiðslu

 • 40.000 kr.

  Hámarksendurgreiðsla á hvern viðskiptavin

Tilboð sem eru sérsniðin að þér

Í Meniga færð þú tilboð sem byggja á þinni neyslusögu og henta þér. Því fylgir engin skuldbinding að virkja tilboðið og þú þarft hvergi að segja frá því að þú sért með afslátt.

Einfalt og þægilegt

Þegar þú hefur virkjað tilboð getur þú strax nýtt þér það. Þú þarft ekkert að sýna og ekkert að tilkynna á staðnum – bara greiða eins og vanalega. Ef þú nýtir ekki virkjað tilboð gerist ekkert og það rennur út. Ekkert mál.

 • Um Nings

  Nings kappkostar að bjóða uppá hollan og góðan asískan mat á sanngjörnu verði.

  www.nings.is

Þú færð endurgreitt beint inn á reikning

Í hverjum mánuði færð þú síðan endurgreiðslu inn á reikning hjá þér. Þú getur t.d. stillt endurgreiðslureikninginn sem sparnaðarreikning og gert eitthvað skemmtilegt fyrir sparnaðinn sem safnast þar saman.

Öryggið í fyrirrúmi

Jafnast á við öryggi netbanka

 • Meniga vefurinn er tæknilega eins öruggur og vefir fjármálastofnana.
 • Meniga geymir engar persónuupplýsingar um notendur
 • Meniga hefur eingöngu lesaðgang að reikningum notenda. Ekki er mögulegt að framkvæma neinar fjárhagslegar færslur.
 • Meniga ábyrgist meðferð allra upplýsinga um notendur.