Á eftir stuttri lýsingu á þjónustu Meniga eru hér fyrir neðan útlistaðir þeir skilmálar sem eiga við um aðgang þinn og notkun á vefnum Meniga.is sem íslenska einkahlutafélagið Meniga Iceland ehf., kt 571215-0200 (hér eftir nefnt Meniga), á og rekur. Með því að nota Meniga.is samþykkir þú að hlýta öllum notkunarskilmálum Meniga eins og þeir eru á hverjum tíma (sjá líka: „Breytingar á skilmálum“ hér fyrir neðan).

Um þjónustu Meniga

Þjónusta Meniga inniheldur upplýsingar, virkni og stjórntæki fyrir fjármál einstaklinga í formi hugbúnaðar sem flokkar og greinir bankafærslur notenda (færslur af bankareikningum og greiðslukortum) og gerir notendum kleift að: Hafa yfirsýn yfir tekjur og gjöld, greina fjármálin og finna leiðir til að spara eða nýta fjármuni betur. Þjónustan inniheldur einnig greinar og fróðleik um heimilisfjármál og hefur það markmið að stuðla að ábyrgri fjármálahegðun og gerir fólki kleift að stjórna heimilisfjármálunum á sem auðveldastan og skilvirkastan hátt. Hluti þjónustunnar felst í að birta reglulega sparnaðarráð og hagnýtar upplýsingar sem kunna að vera sniðnar að þínu persónulega neyslumynstri eins og það birtist í þeim upplýsingum sem Meniga geymir, fyrirspurnum til þriðja aðila eða öðrum gögnum. Þjónustan kann einnig að vera fjármögnuð að hluta með auglýsingum á vefsvæði Meniga. Allar auglýsingar á vefsvæði Meniga birtast á vel afmörkuðum auglýsingasvæðum og er gerður skýr greinarmunur á þeim og sparnaðarráðum og hagnýtum upplýsingum sem Meniga ritstýrir og enginn hefur greitt fyrir. Meniga kann að stjórna birtingu auglýsinga út frá þínu persónulega neyslumynstri eins og það birtist í þeim upplýsingum sem Meniga geymir, fyrirspurnum til þriðja aðila eða í öðrum gögnum. Auglýsendum á vefsvæði Meniga er aldrei veittur aðgangur að þínum persónulegu upplýsingum, hvort sem það eru persónuupplýsingar, fjármálaupplýsingar eða önnur gögn. Sparnaðarráð, hagnýtar upplýsingar og auglýsingar sem kunna að birtast á vefsvæði Meniga geta innihaldið vefkrækjur á vefsvæði þriðja aðila. Þjónusta Meniga er ókeypis fyrir notendur vefsins.


1. Samþykki notkunarskilmála Meniga

Með því að nota upplýsingar, verkfæri og virkni á vefnum Meniga.is (saman nefnt „þjónustan“), samþykkir þú að hlýta þessum skilmálum, hvort sem þú ert „gestur“ (sem merkir að þú hefur farið inn á vefsvæðið Meniga.is) eða „meðlimur“ (sem merkir að þú hefur stofnað notendaaðgang að Meniga). Orðin „þú“ og „notandi“ í öllum beygingarmyndum í þessum skilmálum vísa til gests eða meðlims. Ef þú óskar eftir því að gerast meðlimur, eiga samskipti við aðra meðlimi og nýta þér þjónustuna, þá verður þú að lesa þessa skilmála og samþykkja í skráningarferlinu. Til notkunar telst m.a. skoðun, upplýsingaöflun og/eða nýting þeirrar þjónustu sem í boði er á vefsvæðinu Meniga.is á hverjum tíma. Öll notkun vefsins takmarkast við þær aðgerðir sem eðlilegar og löglegar geta talist og þær upplýsingar og þá þjónustu sem boðið er upp á á hverjum tíma. Áður en þú lest áfram ættir þú að prenta út og vista afrit af þessum skilmálum.

2. Persónuvernd

Öryggis- og persónuverndarstefna Meniga, sem telst hluti af þessum skilmálum, inniheldur ítarlegar upplýsingar um öryggismál og meðferð Meniga á persónu- og fjárhagsupplýsingum þínum. Meniga áskilur sér rétt til að uppfæra Öryggis- og persónuverndarstefnuna og er ávallt sú útgáfa í gildi sem er aðgengileg á hverjum tíma á vefsvæðinu Meniga.is.

3. Aðgangur að þjónustunni og aðgangsupplýsingar þínar

Þú skilur og samþykkir að þú sért ábyrg(ur) fyrir því að tryggja leynd lykilorðsins þíns sem gerir þér kleift, ásamt notendanafni þínu (netfangi), að fá aðgang að þjónustunni. Með því að láta Meniga í té netfang þitt, samþykkir þú að Meniga megi, þegar nauðsyn krefur, senda þér tilkynningar á netfang þitt í tengslum við aðgang þinn að þjónustunni. Notendanafn þitt, lykilorð og aðrar samskiptaupplýsingar sem þú kannt að láta Meniga í té (t.d. farsímanúmer fyrir SMS tilkynningar) teljast til „aðgangsupplýsinga“ þinna. Ef þú verður á einhvern hátt var/vör við að óviðkomandi aðili hafi komist yfir aðgangsupplýsingar þínar, samþykkir þú að láta Meniga strax vita með því að senda tölvupóst á oryggismal (hjá) meniga.is. Réttur þinn til að fá aðgang að og nota þjónustuna er bundinn við þig og þér er ekki heimilt að flytja þann rétt til annars manns eða lögaðila. Þér er þó heimilt að veita maka eða sambýlingi aðgang að þínu svæði enda séuð þið með sameiginlegan fjárhag. Þér er einungis heimilt að fá aðgang að og nota þjónustuna í löglegum tilgangi. Aðgangur þinn að Meniga.is gæti rofnað af ýmsum ástæðum, t.d. vélbúnaðarbilunum, tæknilegum bilunum, hugbúnaðarvillum eða kerfisuppfærslum.

4. Hlutleysi Meniga gagnvart fjárhagsupplýsingum þínum

Þjónustan kann að bjóða upp á að meðlimir geti gefið leyfi sitt fyrir því að Meniga sæki fyrir þeirra hönd fjármálaupplýsingar þeirra, t.d. færslur á bankareikningum og greiðslukortum, sem eru í vörslu þriðja aðila og þeir eru í viðskiptasambandi við. Meniga hefur gert samninga við fjármálastofnanir um að sækja slíkar upplýsingar með samþykki eigenda upplýsinganna. Meniga er hlutlaus aðili og tekur ekki á nokkurn hátt afstöðu til slíkra fjármálaupplýsinga. Hlutleysi Meniga felur í sér, en er ekki takmarkað við, að Meniga tekur ekki á nokkurn hátt afstöðu til hvort færslur eða aðrar upplýsingar séu réttar, löglegar eða siðlegar. Meniga ber enga ábyrgð á upplýsingum, vörum og þjónustu á vefsvæðum þriðja aðila.

5. Sparnaðarráð, hagnýtar upplýsingar og auglýsingar

Meniga ábyrgist ekki á nokkurn hátt vörur og þjónustu þriðja aðila sem kann að vera getið á vefsvæði Meniga, hvort sem um auglýsingu er að ræða eða ekki. Meniga ábyrgist ekki heldur að verð eða viðskiptaskilmálar þriðja aðila á vöru eða þjónustu sem eru birtir eða auglýstir á vefsvæði Meniga séu réttir, hagstæðir eða að hægt sé í raun að kaupa slíka vöru og þjónstu á því verði eða með þeim skilmálum sem kunna að birtast á vefsvæði Meniga.

6. Tilkynningar með tölvupósti og textaskilaboðum í farsímanúmer

Af og til kann Meniga að senda þér nauðsynlegar tilkynningar með rafrænum hætti vegna skráningar og aðgangs þíns eða notkunar á þjónustunni (t.d. þegar aðgangsupplýsingum er breytt) eða aðrar valkvæðar tilkynningar í tengslum við notkun þína á þjónustunni. Þegar aðgangur þinn að þjónustunni er stofnaður í fyrsta sinn kann að vera að þú verðir skráður fyrir sumum valkvæðum tilkynningum. Þú getur síðan hvenær sem er breytt, afskráð eða skráð þig fyrir öllum valkvæðum tilkynningum. Af og til kann Meniga að bæta við nýjum tegundum tilkynninga eða fjarlægja tilteknar tegundir tilkynninga. Rafrænar tilkynningar frá Meniga verða sendar á netfangið sem þú hefur gefið upp sem aðalnetfang þitt fyrir Meniga.is. Þér kann líka að vera boðið að fá tilteknar tilkynningar sendar sem textaskilaboð á farsímanúmerið þitt. Þar sem tilkynningar eru ekki dulkóðaðar munu þær aldrei innihalda lykilorðið þitt. Hins vegar geta tilkynningar innihaldið netfangið þitt (þegar þér er sendur tölvupóstur), farsímanúmer (þegar þér eru send textaskilaboð í farsímanúmer) og upplýsingar sem tengjast fjárhag þínum. Eðli fjárhagsupplýsinga í tilkynningum til þín fer eftir því hvaða tilkynningar þú velur og hvernig þær eru stilltar. Allir sem hafa aðgang að tölvupóstinum þínum munu geta séð innihald þessara tilkynninga. Þú getur hvenær sem er valið að skrá þig úr öllum valkvæðum tilkynningum. Þú skilur og samþykkir að öllum tilkynningum, sem þér eru sendar með notkun þjónustunnar, gæti seinkað eða ekki borist þér af ýmsum ástæðum. Meniga reynir eftir fremsta megni að tryggja að tilkynningar berist þér fljótt og örugglega en ábyrgist á engan hátt að tilkynningar berist þér eða að tilkynningar innihaldi ávallt nýjustu eða réttar upplýsingar. Þú samþykkir að Meniga ber enga skaðabótaskyldu vegna tilkynninga sem berast seint eða alls ekki eða vegna villna í efni tilkynninga enda séu mistökin ekki gerð viljandi.

7. Réttindi sem þú veitir Meniga

Með því að skrá þig fyrir þjónustunni og samþykkja skilmála þar að lútandi í netbankanum þínum samþykkir þú að fjármálastofnanir sem þú ert í viðskiptum við veiti Meniga rafrænan lesaðgang að upplýsingum um ákveðna bankareikninga og greiðslukort í þínu nafni (þú velur hvaða reikninga og greiðslukort þegar þú skráir þig í þjónustuna í netbankanum þínum) sem og að öllum færslum á þessum reikningum og greiðslukortum. Leyfið sem þú veitir Meniga er háð eftirfarandi skilyrðum og takmörkunum:

 • Eingöngu er um lesaðgang að ræða. Meniga hefur hvorki leyfi til, né möguleika á, að millifæra eða framkvæma nokkrar fjárhagslegar aðgerðir.
 • Leyfið er ótímabundið en má afturkalla hvenær sem er úr netbankanum.
 • Eins og skýrt er kveðið á um í Öryggisstefnu Meniga, mun Meniga ekki undir nokkrum kringumstæðum afhenda, selja eða leigja upplýsingar sem aflað er samkvæmt þessu leyfi til þriðja aðila. Þó getur þér verið af og til gefinn kostur á að veita öðrum notendum vefsins eða utanaðkomandi aðilum aðgang að þínum upplýsingum í tilgangi sem er í samræmi við markmið þjónustunnar. Slíkt verður aldrei gert nema með fyrir fram fengnu upplýstu samþykki þínu. Meniga er þó heimilt að taka saman tölfræðilegar samantektir og aðrar afleiddar ópersónugreinanlegar samantektir án sérstaks samþykkis frá þér og nota í viðskiptalegum tilgangi eða miðla til þriðja aðila enda séu þær aldrei á persónugreinanlegu formi.
 • Með því að samþykkja skilmálana í netbankanum þínum staðfestir þú að þér sé heimilt að veita Meniga leyfi til að nota gögnin í þeim tilgangi að veita þjónustuna.
 • Leyfið er veitt Meniga án nokkurra skuldbindinga af hálfu Meniga til að greiða fyrir það og án nokkurra annarra takmarkana sem ekki er getið í þessum skilmálum. Með því að nota þjónustuna veitir þú samþykki þitt fyrir því að Meniga sæki, fyrir þína hönd, upplýsingar sem þú hefur veitt samþykki fyrir í netbankanum þínum. Þú skilur og samþykkir að þegar Meniga sækir upplýsingar þínar er Meniga að sækja þær í þínu umboði en ekki í umboði fjármálastofnunarinnar þar sem þær eru geymdar.
8. Hugverkaréttindi Meniga

Allt innihald vefsvæðisins Meniga.is, þar með talið útlitshönnun (t.d. texti, grafík, myndir, vörumerki), ljósmyndir, hugbúnaður, ritstýrt efni, tilkynningar og annað efni er varið samkvæmt höfundarréttar- og vörumerkjalögum á Íslandi og annars staðar. Innihald Meniga.is er eign Meniga eða notað samkvæmt leyfi frá hugbúnaðar-, gagna- eða efnisveitum sem Meniga á í viðskiptasambandi við. Meniga veitir þér leyfi til að skoða og nota Meniga.is samkvæmt þessum skilmálum. Þú mátt eingöngu sækja eða prenta afrit af upplýsingum og efni á Meniga.is til þinna persónulegu nota en ekki í viðskiptalegum tilgangi. Öll dreifing, endurútgáfa eða rafræn afritun af innihaldi Meniga.is, hvort heldur sem er að hluta eða heild, í einhverjum öðrum tilgangi er þér með öllu óheimil nema með skriflegu samþykki Meniga Iceland ehf.

9. Aðgangstakmarkanir

Þú samþykkir hér með að þú notar ekki neins konar sjálfvirkan hugbúnað, forrit eða annars konar sjálfvirkar aðferðir til að fá aðgang, afrita eða fylgjast með nokkrum hluta af vefsvæði Meniga.is nema með skriflegu leyfi Meniga. Þú samþykkir einnig að þú munt ekki nota neins konar forrit, hugbúnað eða annars konar aðferðir til að heimsækja, nota eða leita að gögnum á vefsvæði Meniga.is nema með almennum vöfrum (t.d. Firefox eða Microsoft Internet Explorer) og almennum leitarvélum (t.d. Google eða Bing). Þú samþykkir einnig að þú munt ekki senda skrár eða gögn á vefsvæði Meniga sem gætu flokkast sem tölvuvírus, tölvuormur eða trjóuhestur eða innihalda einhvers konar skaðlega eiginleika eða sem gætu á einhvern hátt truflað eðlilega virkni Mengia.is eða þjónustunnar. Þú samþykkir ennfremur að þú munt ekki reyna á nokkurn hátt að sækja, birta eða greina (e. reverse engineer) á annan hátt undirliggjandi forritskóða (e. source code) út frá þeim hugbúnaði sem er notaður á Meniga.is.

10. Efni sem þú sendir til Meniga.is

Þjónustan felur í sér að meðlimum er gert kleift að senda inn efni á spjallþræði, blogg og önnur svæði innan Meniga.is sem innihalda efni frá notendum. Þú samþykkir hér með að fylgja eftirfarandi reglum þegar þú sendir hvers konar texta, gögn eða efni til Meniga.is:

 • Þú ert ábyrg(ur) fyrir öllu efni sem þú sendir til Meniga.is.
 • Með því að senda inn efni þá ábyrgist þú að þú hefur öll nauðsynleg réttindi og leyfi til að senda inn efnið og að þú veitir Meniga ótakmarkaðan ráðstöfunarrétt yfir öllum framlögum þínum, m.a. rétt til birtingar, útgáfu, almennra sýninga, fjölföldunar, leigu, útlána, sölu og dreifingar með hverjum þeim tæknilega hætti sem mögulegur er í dag eða fundinn verður upp síðar, án þess að Meniga beri að greiða þér fyrir. Hugverkaréttarheimildir þessar ná yfir allar gerðir hugverka og öll miðlunarform. Meniga hefur einnig rétt til þess að láta þýða allt efni á erlend tungumál. Þú veitir líka hér með hverjum notanda Meniga.is leyfi til að nálgast framlög þín í gegnum Meniga.is og til að skoða, afrita, dreifa, útbúa afleidd verk, sýna, og nota þín framlög í samræmi við þessa skilmála, reglur Meniga og þá virkni sem er að finna á vefsvæði Meniga.is.
 • Þér er ekki heimilt að senda inn efni sem gæti talist móðgandi, sært blygðunarkennd eða efni sem inniheldur persónuupplýsingar eða fjallar um einkamál fólks.
 • Þér er ekki heimilt að senda inn nokkurs konar efni, myndir eða forrit sem brjóta á eignar-, hugverka- eða höfundarrétti annarra.
 • Þér er ekki heimilt að trufla notkun annarra notenda sem nýta sér þjónustuna. Til dæmis er þér ekki heimilt að trufla eðlileg samskipti á gagnvirkum svæðum á Meniga.is, eyða eða breyta efni sem aðrir hafa sent inn, gera eitthvað sem veldur óeðlilega miklu álagi á þjónustuna og tölvukerfið sem hún keyrir á eða nokkuð annað sem truflar eðlilegt aðgengi annarra notenda að þjónustunni.
 • Nema annað sé sérstaklega tekið fram á þar til gerðum svæðum innan Meniga.is, er þér ekki heimilt að óska eftir, selja, auglýsa eða kynna nokkra vöru eða þjónustu, hvort sem er gegn gjaldi eður ei, né senda inn beiðni um þátttöku í góðgerðarmálum, undirskriftasöfnunum eða viðskiptatækifærum (þar með talið atvinnutilboðum).
 • Þér er ekki heimilt að afrita eða nota persónu- eða samskiptaupplýsingar um aðra notendur án þeirra leyfis. Óumbeðin samskipti við aðila sem þú hefur fengið upplýsingar um á vefsvæði Meniga.is eru bönnuð.
11. Takmörkun ábyrgðar

Meniga ber ekki ábyrgð á óþægindum eða tjóni sem orsakast beint eða óbeint vegna bilunar í tölvubúnaði og/eða hugbúnaði fyrirtækisins eða notanda eða af öðrum orsökum, sem kunna að valda því að upplýsingar séu ekki réttar eða að notandi nái ekki að tengjast þjónustunni. Meniga ber ekki ábyrgð á óþægindum eða tjóni sem kann að orsakast beint eða óbeint vegna galla eða bilunar í endabúnaði, tengingu við veraldarvefinn, þeim hugbúnaði sem nauðsynlegur er til tengingar við vefsvæði Meniga, vafra eða stýrikerfi notanda eða tölvukerfi Meniga, eða af öðrum þeim orsökum sem kunna að valda því að aðgerðir í Meniga.is geta ekki farið fram eða verða með öðrum hætti en til var ætlast s.s. vegna tæknibilana, villna í gögnum eða truflana í rekstri tölvukerfa. Meniga ber ekki ábyrgð á tjóni sem hlýst af vanþekkingu, misskilningi eða misnotkun notanda eða annars aðila með eða án umboðs notanda. Meniga ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til rangra aðgerða notanda eða annars aðila. Meniga ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til utanaðkomandi atvika t.d. bilana, rangra utanaðkomandi upplýsinga o.þ.h. Enn fremur ef rekja má tjónið til atvika sem stafa af náttúruhamförum, styrjöldum, verkföllum eða vegna atriða sem talin verða falla undir óviðráðanleg tilvik (force majeure).

12. Þjónusta Meniga er ekki formleg fjármála eða skattaleg ráðgjöf

Notandi gerir sér grein fyrir því að vefur Meniga er eingöngu upplýsinga- og greiningarþjónusta í þeim skilningi að notendur vefsins geta ekki framkvæmt millifærslur, greiðslur eða aðrar fjárhagslegar aðgerðir. Þjónustan er einvörðungu ætluð til upplýsinga til þess að aðstoða fólk við að skipuleggja heimilisfjármálin í almennum skilningi og felur hvorki í sér lögfræðilega né skattalega ráðgjöf eða aðra formlega ráðgjöf sem felur í sér lagalegt samband ráðgjafa og þiggjanda ráðgjafar. Þínir persónulegu fjármálahagir eru einstakir og efni, upplýsingar og virkni á Meniga.is gætu hugsanlega ekki átt við þínar aðstæður.

13. Lokun aðgangs og gildistími þessa skilmála

Þessir skilmálar gilda á meðan þú notar Meniga.is og þangað til aðgangi þínum að vefsvæði Meniga er lokað af þér eða Meniga. Þú getur lokað aðgangi þínum að Meniga á vefsvæði Meniga. Þegar þú lokar aðgangi þínum eyðir Meniga öllum þínum gögnum og upplýsingum. Þínar upplýsingar kunna þó að vera til í dulkóðuðum afritum af gagnagrunni Meniga í allt að tvo mánuði eftir að þú lokar aðgangi þínum. Meniga er hvenær sem er, og án fyrirvara, einhliða heimilt að loka aðgangi þínum að Meniga með því að senda þér tilkynningu á netfangið sem þú gafst upp við skráningu. T.d. ef þú verður uppvís að misnotkun eða hefur brotið í bága við eitthvert ákvæði þessara skilmála eða ef þú hefur hegðað þér á þann hátt að augljóst sé að þú ætlir ekki eða getir ekki uppfyllt ákvæði þessa skilmála.

14. Breytingar á skilmálum

Meniga kann að breyta þessum skilmálum. Komi til breytinga verða allar breytingar við þessa skilmála aðgengilegar á vefsvæði Meniga.is og verða jafnframt tilkynntar þér í tölvupósti eða á áberandi hátt á vefsvæði Meniga. Komi til breytinga verður þér, næst þegar þú ferð inn á vefsvæði Meniga, gefinn kostur á að samþykkja breytta skilmála. Ef þú kýst að samþykkja ekki breytta skilmála munt þú ekki lengur geta nálgast þjónustu Meniga og verður þér jafnframt gefin(n) kostur á að loka aðgangi þínum að Meniga sem hefur í för með sér að öllum gögnum og upplýsingum um þig verður eytt sbr. 13. gr. þessara skilmála.

15. Varnarþing, ágreiningur aðila og almenn ákvæði

Skilmálar þessir lúta íslenskum lögum. Ef eitthvert ákvæði skilmála þessara verður dæmt ógilt, ólöglegt eða óhæft til fullnustu, dregur það ekki á neinn hátt úr gildi, lögmæti eða fullnustuhæfi annarra ákvæða skilmálanna. Þú samþykkir að ef Meniga nýtir sér ekki einhvern rétt sinn sem hlýst af þessum skilmálum að þá skal ekki túlka það sem afsal þess réttar. Rísi mál út af skilmálum þessum skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Prentútgáfa á íslensku

Prentútgáfa á ensku (english version)

Notkunarskilmálar vegna Kjördæma (Prent)