MenigaHagkerfnid

 

Meniga hagkerfið

Meniga hagkerfið tengir saman heimili og verslanir á nafnlausan og ópersónugreinanlegan hátt. Hagkerfið samanstendur af fjórðungi allra heimila á Íslandi og fyrirtækjum í verslun og þjónustu við neytendur. Markmiðið er að hjálpa heimilunum að nýta peningana sína sem best.

 • Notendur geta borið saman sín meðalútgjöld við aðra notendur Meniga
 • Notendur eiga kost á sérsniðnum Meniga kjörum byggðum á neysluhegðun þeirra – aldrei aftur tilboð sem þú hefur ekki áhuga á
 • Markaðsvaktin greinir þróun á útgjaldaliðum í hagkerfinu sem fyrirtækjum stendur til boða að kaupa
 • Unnið er með allar upplýsingar í hagkerfinu á nafnlausan og ópersónugreinanlegan hátt

Spurt og svarað

Oryggisverndarstefna

Oryggisverndarstefna

Ströng öryggis- og persónuverndarstefna

Traust er lykilatriði í öllum rekstri Meniga og þess vegna leggur Meniga ofuráherslu á að tryggja, með margvíslegum hætti, trúnað, áreiðanleika og örugga og ábyrga meðferð upplýsinga.

 • Dulkóðun eftir viðurkenndum öryggisvenjum
 • Úrvinnsla byggir á tölfræðilegum ópersónugreinanlegum samantektum
 • Persónuvernd hefur lagt blessun sína á persónuverndarstefnu Meniga
 • Núverandi hýsingaraðili Meniga er Advania sem er með ISO-27001 öryggisvottun

Nánar um Öryggis- og persónuverndarstefnu

Markadsvakt

Markaðsvakt Meniga

Markaðsvaktin byggir á nafnlausum greiningum á neyslumynstri íbúa Meniga hagkerfisins. Um er að ræða vefgátt sem fyrirtæki geta keypt aðgang að og fylgst með þróun til að meta árangur sölu- og markaðsaðgerða sinna sem og keppninauta.

 • Ópersónugreinanlegar samantektir
 • Veitir innsýn inn í hvernig neytendur bregðast við verði, auglýsingum og öðrum markaðsaðgerðum
 • Dýpri greiningar líkt og hlutdeild í veski, mælingar á tryggð og opnun nýrra verslana
 • Ný leið til þess að nálgast viðskiptavini með sérkjörum byggðum á neyslumynstri þeirra

Hafðu samband

Markadsvakt