SpurtogSvarad

Spurt og svarað

Hér má finna svör við þeim spurningum sem við höfum fengið frá notendum Meniga í gegnum tíðina.

 • Við reynum að svara spurningum næsta virka dag
 • Gerum stöðugar endurbætur sem byggja á ábendingum notenda
 • Ekki hika við að hafa samband ef þú finnur ekki svar við spurningunni þinni!
SpurtogSvarad

Almennt um Meniga

 • Stillingar

  • Hvernig gerist ég notandi að Meniga?

   Smelltu hér

  • Hvernig tengi ég reikninga og kort maka við Meniga?

   Við mælum með því að sambýlisfólk noti Meniga saman og fái þannig yfirsýn yfir öll fjármál heimilins á einum stað. Ef þú vilt fá aðgang að reikningum maka þurfa báðir aðilar að vera skráðir notendur á Meniga.is.

   Til að samtengja notendur velur þú Stillingar > Notandi. Þar velur þú “Sameina við annan Meniga notanda” og slærð inn netfang maka og lykilorð maka. Loks slærð þú inn þitt aðgangsorð í Meniga og staðfestir. Þá birtast öll kort og reikningar heimilsins á ykkar aðgangi í Meniga.

  • Get ég slegið inn tekjur og útgjöld sem greidd hafa verið með reiðufé?

   Já, þú getur slegið inn færslur sem ekki koma fram á reikningum þínum eða kortum, t.d. þegar þú færð tekjur í reiðufé og útgjöld á móti þegar þú notar peningana. Innslegnar færslur eru sýndar sem færslur á sérstökum reikningi sem kallast „Veski“. Þú skráir nýja færslu með því að velja stóra rauða plúsinn uppi hægra megin undir flipanum „Færslur“.

  • Hvernig breyti ég netfangi og lykilorði?

   Þú velur flipann „Stillingar“ > “Notandi”. Þar býðst þér að breyta netfangi eða lykilorði.

  • Get ég tengt alla reikninga og kort við Meniga?

   Já, þú getur tengt alla reikninga og kort við Meniga. Reikningar og kort sem þú tengir við Meniga frá Arion banka, Íslandsbanka, Landsbanka og Kreditkortum uppfærast sjálfvirkt en reikninga og kort frá öðrum bönkum verður þú að setja handvirkt inn í Meniga og flytja færslur inn á þá úr netbankanum þínum.

  • Hvernig tengist ég maka ef við erum bara með eitt netfang?

   Ef þú vilt fá aðgang að reikningum maka sem er ekki með netfang þarf hann að byrja á að skrá sig í Meniga gegnum netbanka sinn hjá Arion banka, Íslandsbanka eða Landsbankanum.

   Í Netbankanum velur makinn hvaða reikninga og kort hann vill tengja við Meniga og velur svo að opna/tengjast Meniga. Þá fær hann upp gluggann „Hvernig viltu skrá þig?“. Þar velur hann leið þrjú: „Ég er þegar með Meniga aðgang og vil tengja reikninga og kort frá Mínum banka“ og slær þar inn þitt netfang og lykilorð. Að skráningarferlinu loknu er aðgangur ykkar orðinn sameiginlegur.

  • Hvað eru reglur?

   Reglur er virkni sem vaktar nýjar færslur sem koma inn í Meniga og bera þær saman við skilyrði sem þú setur. Út frá settum skilyrðum vinnur Meniga með færslurnar og breytir þeim fyrir þig. Eigindi sem hægt er að breyta með reglum eru t.d. dagsetning, merkimiðar, flokkun o.s.frv en einnig er hægt að skipta færslum með reglum milli tveggja eða fleiri flokka.

  • Hvernig eyði ég Meniga aðganginum mínum?

   Til að eyða aðganginum þínum að Meniga þá ferðu inn í Stillingar og þar undir í Notendi og þar er þér boðið upp á að eyða aðganginum þínum.

  • Þegar ég eyði aðganginum mínum að Meniga eru þá öllum mínum gögnum eytt í leiðinni?

   Já, öllum gögnum notanda er eytt. Sjá nánar Öryggis- og persónuverndarstefnu Meniga.

  • Ég fæ of mikið af tilkynningum hvernig breyti ég því?

   Til að stilla af hversu mikið af tilkynningum þú færð þá ferð þú í “Stillingar” og þar undir í “Tilkynningar” þar getur þú ráðið hversu mikið af tilkynningum þú færð.

  • Hvað geri ég ef ég gleymi lykilorðinu mínu?

   Þú smellir á „Innskráning“ efst í hægra horni og þá opnast innskráningarglugginn. Næst smellir þú á tengilinn „Gleymt lykilorð“, neðst í innskráningarglugganum, slærð inn netfangið sem þú notar til að skrá þig inn í Meniga og færð þá sendan tölvupóst með leiðbeiningum um hvernig þú býrð til nýtt lykilorð.

 • Færslur

  • Af hverju birtast sumar færslur í röngum flokki?

   Flest fyrirtæki og stofnanir eru flokkuð eftir því hver aðalstarfsemi þeirra er. Þegar fyrirtæki eða stofnun rekur margs konar starfsemi, t.d. verslun sem selur bæði matvöru og fatnað, getur verið erfitt að finna einn flokk sem lýsir allri starfseminni. Ef færsla er rangt flokkuð þarft þú að færa hana í réttan flokk. Það gerir þú með því að smella á flokkinn og velja nýjan flokk. Meniga man breytingar sem gerðar eru á sjálfvirkri flokkun og aðlagast þannig neyslumynstri þínu.

  • Get ég fært færslur á milli flokka?

   Já, þú gerir það með því að velja „Færslur“ í aðlavalmynd, finna færsluna sem þú vilt færa á milli flokka, smella á flokkinn og velja nýjan flokk. Efst birtast þeir flokkar sem kerfið telur líklegasta.

  • Get ég fært færslur á milli tímabila?

   Það er mögulegt á gamla vefnum en sú virkni er ekki í nýja vefnum enn sem komið er. Slóð á gamla vefinn má finna á innskráninarsíðu Meniga. Til að færa færslu milli tímabila velur þú „Færslur“ í aðalvalmynd, finnur færsluna sem þú vilt færa á milli tímabila, smellir á dagsetningu hennar og velja nýja dagsetningu. Þetta getur t.d. hentað þegar laun eru greidd út í lok mánaðar en tilheyra raunverulega næsta mánuði.

  • Get ég eytt færslum úr Meniga?

   Já, það gerir þú með því að velja „Færslur“ í aðalvalmynd. Þú finnur færsluna sem þú vilt eyða, hakar í boxið vinstra megin við hana og smellir á ruslatunnuna. Athugið að ekki er hægt að afturkalla færslu sem hefur verið eytt.

   Ef þú vilt sleppa færslu úr bókhaldi án þess að eyða henni velur þú flokkinn „Sleppa úr bókhaldi“.

  • Get ég aftur kallað fram færslu sem ég hef eytt?

   Nei, það er ekki hægt en þú getur alltaf fundið færslu sem þú hefur eytt í netbankanum þínum og handslegið hana aftur inn í Meniga með því að velja liðinn „Færslur“ í aðalvalmyndinni og smella þar á Rauða plúsinn efst hægra megin.

  • Af hverju er strikað yfir sumar færslur hjá mér?

   Ef strikað er yfir færslu reiknast hún ekki með í bókhaldi. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að færslur milli eigin reikninga og innborganir á greiðslukort verði tvítaldar. Færslur sem þú hefur valið að sleppa úr bókhaldi eru einnig yfirstrikaðar.

 • Bókhald

  • Bókhald gefur ekki rétta mynd af stöðu minni, hvað veldur því?

   Líklegasta ástæðan er sú að laun, sem tilheyra næsta mánuði, hafi verið greidd út fyrir mánaðamót. Það sama getur átt við um ýmis útgjöld, þ.e. að þau hafi verið greidd í öðrum mánuði en þau tilheyra. Til að leiðrétta þetta smellir þú á dagsetningu færslunnar og velur nýja dagsetningu.

 • Aðrar spurningar

  • Kostar eitthvað að nota Meniga?

   Nei, þú færð aðgang að Meniga þjónustunni endurgjaldslaust.

  • Hvernig fær Meniga tekjur?

   Meniga fær fyrst og fremst tekjur með tvenns konar hætti:

   Í fyrsta lagi með því að semja við fjármálastofnanir, oftast banka, um afnotagjöld af hugbúnaði Meniga. Þessir bankar geta boðið netbankanotendum sínum að nýta alla helstu virkni Meniga. Lang stærstur hluti tekna Meniga koma frá erlendum bönkum sem hafa keypt hugbúnað Meniga.

   Í öðru lagi fær Meniga tekjur með því að semja við fyrirtæki um að veita notendum Meniga sérsniðin endurgreiðslutilboð sem Meniga telur að þjóni hagsmunum sinna notenda. Meniga fær þóknun frá fyrirtækjum fyrir þau endurgreiðslutilboð sem notendur Meniga.is nýta sér og fyrir að veita fyrirtækjum aðgang að ópersónugreinanlegum samantektum úr kerfum Meniga sem sýna neysluhegðun notenda.

Öryggi- og persónuvernd

 • Öryggi og persónuvernd

  • Er þetta öruggt?

   Meniga starfar í dag í 23 löndum og fleiri en 50 milljónir notenda hafa aðgang að kerfum Meniga í gegnum 70 fjármálastofnanir. Vöxt Meniga má meðal annars rekja til ofuráherslu á öryggi við meðhöndlun gagna og að persónugreinanlegar upplýsingar verði aldrei afhentar þriðja aðila. Þá má nefna að Meniga fylgir að minnsta kosti jafn ströngum öryggisreglum og bankar á Íslandi og í raun öruggari þar sem ekki er hægt að framkvæma millifærslur af bankareikningum í Meniga, einungis fá yfirlit og yfirsýn yfir fjármál einstaklinga. Sjá nánar Öryggis- og persónuverndarstefnu Meniga. Sjá nánar Öryggis- og persónuverndarstefnu Meniga.

  • Getur einhver annar en ég komist í upplýsingar mínar á Meniga?

   Nei, gagnaöryggi er tryggt með margvíslegum hætti á vef Meniga. Í fyrsta lagi er Meniga vefurinn tæknilega eins öruggur og vefir fjármálastofnana. Í öðru lagi veit Meniga ekki hver notandinn er (biður ekki um persónugreinanlegar upplýsingar). Í þriðja lagi hefur Meniga eingöngu lesaðgang að reikningum notenda þannig að ekki er hægt að framkvæma neinar fjárhagslegar færslur á Meniga.is. Í fjórða lagi ábyrgist Meniga meðferð allra upplýsinga um notendur. Sjá nánar: Öryggis- og persónuverndarstefna Meniga

  • Lenda mín gögn í höndum þriðja aðila?

   Nei. Það mun aldrei gerast. Allar greiningar eru gerðar með ópersónugreinanlegum hætti. Fyrirtæki fá aldrei og munu aldrei fá upplýsingar frá Meniga sem hægt er að rekja til einstakra notenda (þær eru ávallt ópersónugreinanlegar). Fyrirtæki fá þessar ópersónugreinanlegu samantektir til að vita hversu margir nýttu sér endurgreiðslutilboð sem fyrirtæki bjóða. Fyrirtækjum stendur einnig til boða að kaupa ópersónugreinanlegar samantektir og yfirlit yfir neysluhegðun í Meniga kerfinu.

Kjördæmi endurgreiðslutilboð

  • Hvaðan kemur endurgreiðslan?

   Endurgreiðslan kemur í gegnum Endurgreiðslutilboð ehf. Nánari svör veita starfsmenn Meniga í gegnum tölvupóst hjalp@meniga.is

  • Hvað er endurgreiðslutilboð?

   Endurgreiðslutilboð eru sérnsniðin tilboð sem notendum í Meniga býðst að nýta sér. Ef þú nýtir þér tilboð þá getur þú fengið hluta af þínum útgjöldum endurgreidd.

  • Hvað þarf ég að gera til að fá tilboð?

   Til að geta fengið tilboð þarft þú að tengja alla helstu reikninga og kort við Meniga. Tilboðin munu birtast þér á vef meniga.is og á appinu. Ef þú hefur áhuga á að nýta þér tilboð virkjar þú það og ert í kjölfarið beðin(n) um að samþykkja skilmála, hafir þú ekki gert það áður. Síðan verslar þú hjá fyrirtækinu sem tilboðið tilheyrir og færð endurgreiðsluna greidda inn á reikning að eigin vali. Í stuttu máli: þú virkjar, verslar og færð endurgreitt.

  • Hvernig virka tilboðin?

   Endurgreiðslutilboðin eru sérsniðin endurgreiðslutilboð sem notendur Meniga geta nýtt sér í þremur einföldum skrefum:
   1. Þú virkjar tilboðið sem birtist í Meniga – afslátturinn hleðst sjálfvirkt á öll þín kort sem eru skráð í Meniga.

   2. Greitt er fullt verð við kassann þegar þú verslar – þarft ekkert að klippa út, muna eftir eða sýna. Starfsfólk þarf ekki að vita hvort þú sért með virkt tilboð.

   3. Afslátturinn endurgreiðist 18. hvers mánaðar til notenda – þú sérð afsláttinn hlaðast upp í Meniga og færð uppsafnaðan afslátt frá 22.-21. mánaðarins á undan millifærðan á bankareikninginn þinn.

 • Inneignin mín og endurgreiðsla

  • Fyrnist inneignin mín?

   Við reynum að gera allt sem við getum til að svo verði ekki. Við sendum notendum sjálfkrafa endurgreiðslu 18. hvers mánaðar að því gefnu að  notandi hafi skráð inn bankareikning og kennitölu. Takist endurgreiðsla ekki á tilsettum tíma, t.d. vegna þess að bankareikningur er ekki lengur til staðar, mun Meniga leita leiða til þess að hafa upp á notandanum með öðrum hætti og greiða féð til viðkomandi. Gangi það ekki eftir mun Meniga varðveita féð eins og almennar reglur um fyrningu segja til um.

    

  • Ég er að flytja inn færslur í Meniga með því að hlaða þeim inn ‘handvirkt’. Geta þær safnað endurgreiðslu?

   Nei, skjöl sem innihalda færslur sem eru ‘hlaðið niður’ af vefsvæði banka og síðan ‘hlaðið upp’ á vefsvæði Meniga eru ekki gjaldgengar til að safna endurgreiðslu. Sama á við um ‘veskis’ færslur sem eru útbúnar af notendum sjálfum í kerfinu.

  • Ef ég nýti mér tilboð - fæ ég alltaf endurgreitt?

   Sá sem veitir tilboðið er ábyrgur fyrir því endurgreiðslunni. Meniga gerir samning við öll fyrirtæki um afslátt sem þau greiða til notenda. Í mörgum tilfellum borga fyrirtæki fyrirfram, en í öðrum er samið um að greiða miðað við nýtingu á endurgreiðslutilboðum. Ef samið er um að greiða eftir nýtingu og fyrirtæki neitar að greiða notendum til baka afslátt sem þeir hafa samið um að veita mun Meniga beita öllum tiltækum leiðum fyrir hönd notenda sem líklegar eru til árangurs, til þess að innheimta féð frá viðkomandi söluaðila komi til þess og upplýsa viðkomandi notendur um framgang mála í slíkum tilfellum, eins og unnt er.

  • Hvað verður um tilboðin mín ef ég hætti í Meniga? Sérstaklega þau tilboð sem ég hef virkjað og safnað endurgreiðslu á?

   Þegar þú eyðir þínum notanda eyðir Meniga öllum tengingum þínum við banka, öllum reikningum, færslum sem og öðrum stillingum. Öllum tilboðum verður því eytt. Til að standa við útgreiðslu afsláttar og til að geta gefið upplýsingar um hvaða greiðslufyrirmæli voru gefin til að greiða út afslátt, mun Meniga halda eftir upplýsingum sem tengja söfnun í tilboðum við greiðslufyrirmæli og endurgreiðslureikninga.

   Þetta er auk þess nauðsynlegt til að geta greitt út afslátt eftir að notandi yfirgefur kerfið. Þessar upplýsingar eru geymdar eins lengi og bókhaldslög kveða á um. Þegar notandi hættir og á inni endurgreiðslu er því nauðsynlegt að hann aðgæti að hann hafi gefið upp endurgreiðslureikning því án hans getur reynst erfitt að greiða út áunna endurgreiðslu.

  • Safna færslur, sem ekki eru komnar inn þegar tilboði lýkur, endurgreiðslu?

   Já, það er í lagi að færslur komi inn nokkrum dögum eftir að tilboð lýkur svo framarlega sem að færsludagsetning þeirra sé innan tímamarka tilboðsins.

  • Hvað ef ég bæti við korti í Meniga á meðan tilboði stendur, safna ég þá endurgreiðslu á þær færslur sem eiga við á því korti?

   Nei. færslur af öllum gjaldgengum kortum eru einungis teknar til greina sem framarlega sem þau voru tengd við Meniga áður en færsla átti sér stað. Það er því mikilvægt að tengja kort um leið og þú færð þau.

  • Ef ég nýti mér tilboð - fæ ég alltaf endurgreitt?

   Sá sem veitir tilboðið er ábyrgur fyrir því endurgreiðslunni. Meniga gerir samning við öll fyrirtæki um afslátt sem þau greiða til notenda. Í mörgum tilfellum borga fyrirtæki fyrirfram, en í öðrum er samið um að greiða miðað við nýtingu á endurgreiðslutilboðum. Ef samið er um að greiða eftir nýtingu og fyrirtæki neitar að greiða notendum til baka afslátt sem þeir hafa samið um að veita mun Meniga beita öllum tiltækum leiðum fyrir hönd notenda sem líklegar eru til árangurs, til þess að innheimta féð frá viðkomandi söluaðila komi til þess og upplýsa viðkomandi notendur um framgang mála í slíkum tilfellum, eins og unnt er. Langar þínu fyrirtæki að bjóða upp á endurgreiðslutilboð? Hafðu samband við okkur

 • Hverjir fá hvaða tilboð?

  • Get ég fengið sama endurgreiðslutilboð og vinur minn fékk?

   Hugsanlega. Þú getur aukið líkurnar á að fá endurgreiðslutilboð með því að skrá öll kortin þín og reikninga í Meniga. Við getum ekki lofað að þú fáir nákvæmlega sama endurgreiðslutilboð og vinur þinn en ef þú ert með svipaða neyslusögu og hann ættir þú að fá sambærileg tilboð. Til frekari útskýringa þá mun Meniga nálgast fyrirtæki og bjóða þeim að veita ólíkum neysluhópum endurgreiðsluafslætti sem passa við neyslumynstur þeirra. Í sumum tilfellum eru fyrirtæki reiðubúin að gefa einungis örfáum notendum slík tilboð en í öðrum tilfellum mun fleiri.

  • Hvað þarf ég að gera til að teljast “tryggur viðskiptavinur” hjá verslun til að fá endurgreiðslutilboð?

   Ef þú verslar oft og mikið hjá ákveðinni verslun telst þú vera tryggur viðskiptavinur. Það getur verið misjafnt eftir verslunum eftir því hversu oft og mikið aðrir versla hjá sömu verslun hversu tryggur viðskiptavinur þú ert talin vera samkvæmt Meniga.

  • Vinur minn fær miklu betra endurgreiðslutilboð í fataverslun sem ég versla miklu oftar en hann í, hvernig má það vera?

   Í öllum endurgreiðslutilboðum hjá Meniga sést hvers vegna viðkomandi aðili er að fá viðkomandi afslátt. Í mörgum tilfellum eru fyrirtæki reiðubúin að veita neytendum sem hafa sjaldan eða aldrei verslað hjá þeim mikinn afslátt í takmarkaðan tíma til að auka líkurnar á því að þeir prófi þeirra verslun. Að sama skapi eru góðar líkur á því að aðrar fatabúðir sem þú verslar ekki við reyni að keppa um þín viðskipti og bjóða þér háan afslátt.

 • Fyrirtæki sem bjóða afslætti

  • Hvaða fyrirtæki bjóða notendum Meniga.is endurgreiðslutilboð?

   Öllum fyrirtækjum býðst að veita notendum Meniga.is sérstök endurgreiðslukjör að því gefnu að Meniga telji það þjóna hagsmunum notenda. Langar þínu fyrirtæki að forvitnast meira um tilboðin? Smelltu hér

  • Þarf ég að sýna starfsfólki eitthvað í verslun sem veitir afslátt?

   Nei. Þú þarft ekki að sýna neinum að þú sért með endurgreiðslutilboð í verslun og það er ekki einu sinni víst að afgreiðslufólk verslunarinnar viti af því að verslunin hafi boðið endurgreiðslutilboð. Þú einfaldlega virkjar, verslar og færð endurgreitt. Alltaf þegar þú kaupir verður til færsla sem birtist í netbankanum þínum og Meniga. Þegar færslan kemur inn í Meniga sérð þú hversu mikill afsláttur er endurreiknaður og hvenær hann verður millifærður á reikninginn þinn. Almennt birtast debetkortafærslur í rauntíma (strax) en það getur tekið nokkra daga að fá kreditkortafærslur inn í bæði netbankann og Meniga.

 • Tenging við maka og endurgreiðsla

  • Konan mín og ég erum tengd í Meniga, fáum við tvöfaldan afslátt?

   Litið er á notendur sem eru tengdir í Meniga sem einn notanda þegar kemur að sérsniðnum endurgreiðslutilboðum. Ef þú og konan þín fáið endurgreiðslutilboð er það vegna þess að sameiginleg neysla ykkar fellur að skilyrðum um neyslumynstur sem fyrirtæki hefur ákveðið að veita endurgreiðslutilboð. Það þýðir að hvort sem notað er kort skráð á þig eða konuna þína til að versla hjá fyrirtækjum sem veita afslátt, hleðst afslátturinn sameiginlega upp í eina eingreiðslu sem er greidd út mánaðarlega. Ef þið væruð ekki tengd saman í Meniga er óvíst að þið þið fengjuð áfram sömu endurgreiðslutilboð þar sem þið félluð ekki endilega undir sama neyslumynstur.

    

  • Við erum í sambúð en ótengd í Meniga í dag, hvað verður um tilboðin okkar þegar við tengjum okkur saman?

   Þau endurgreiðslutilboð sem þið höfðuð aðgang að áður en þið tengduð ykkur saman verða áfram aðgengileg. Sama tilboð sem ykkur bauðst báðum fyrir samtengingu verða sameinuð. Hafi annað ykkar virkjað tilboðið mun það áfram vera virkt. Hafi annað ykkar hafnað tilboði en hitt virkjað mun það tilboð vera áfram virkt. Hann annað ykkar hafnað tilboði sem er enn í boði hjá hinu mun því tilboði áfram vera hafnað. Það er þó hægt að virkja höfnuðum tilboðum svo framarlega sem þau séu ekki útrunnin.

   Sú endurgreiðsla sem þið hafið safnað sitt í hvoru lagi á sama tilboðið verður áfram til staðar, óháð þeirri hámarks endurgreiðslu sem tilboðið kann að gefa fyrirmæli um. Söfnun sem á sér stað eftir sameiningu mun lúta fyrirmælum tilboðsins um hámarks endurgreiðslu.

  • Við erum samtengd, en viljum halda þeirri endurgreiðslu sem við fáum greitt út aðskildri. Verðum við að nota sama endurgreiðslureikninginn?

   Sem stendur býður kerfið aðeins upp á að hægt sé að stilla einn endurgreiðslureikning og hafa virkan á hverjum tíma. Það gengur jafnt yfir ótengda og samtengda notendur. Samtengdir notendur er því með einn endurgreiðslureikning. Í framhaldinu mun kerfið hugsanlega leyfa hverjum notanda, óháð því hvort þér séu tengdir öðrum notendum, að velja sinn eigin endurgreiðslureikning.

 • Aðrar algengar spurningar

  • Nú er misdýrt að versla hjá fyrirtækjum og þó að fyrirtæki bjóða endurgreiðslu þýðir það að ég spari alltaf með því að nýta mér tilboð?

   Meniga kappkostar sig við að bjóða þér tilboð sem hjálpa þér að spara. Í einhverjum tilfellum gætu þér þó boðist tilboð frá verslunum sem selja varning með hærri álagningu en þær verslanir sem þú verslar þegar hjá og því ekki öruggt að þú sparir með því að færa þín viðskipti yfir til þeirrar verslunar. Við leggjum mikið upp úr því að heyra upplifanir frá okkar notendum, ef þú hefur fengið tilboð sem þú telur ekki hafa verið þér til hagsbóta myndum við gjarnan heyra frá þér og reyna að skilja betur hvernig við getum betrumbætt þjónustuna.

  • Hvers vegna ætti ég ekki að virkja öll tilboð sem mér eru boðin?

   Þú ættir að sjálfsögðu að gera það, ef þau eiga við þig, sem er alltaf okkar markmið. Það fylgir því auk þess engin skuldbinding að virkja tilboð. Ef þú sérð ekki fyrir þér að nota tiltekið tilboð eða hefur ekki áhuga á viðkomandi fyrirtæki getur þú hafnað tilboðinu eða látið það einfaldlega renna út. Það hjálpar okkar að læra meira af kerfinu og gefa þér meira viðeigandi tilboð.

  • Ég hafnaði óvart tilboði, hvað get ég gert?

   Það er einfalt, þú einfaldlegar virkjar það, svo framarlega sem það hefur ekki runnið út.

  • Get ég fengið afslátt í verslunum utan Íslands?

   Nei, einungis færslur hjá íslenskum fyrirtækjum munu safna endurgreiðslu, nema annað sé tekið fram.