Farabroddi_i_Evropu

Í fararbroddi í Evrópu í heimilisfjármálalausnum

Meniga er ört vaxandi íslenskt fyrirtæki sem er leiðandi á heimsvísu í þróun og sölu heimilisfjármálalausna og afleiddum gagnavörum.

  • Í viðskiptum við rúmlega 20 fjármálastofnanir
  • Yfir 20 milljónir manna í 15 löndum með aðgang að hugbúnaði Meniga
  • Yfir 100 starfsmenn í Reykjavík, Stokkhólmi og London

Sjá alþjóðavef Meniga

Farabroddi_i_Evropu

StarfsmennMeniga03

StarfsmennMeniga03

Starfsmenn

Hjá Meniga starfa nú yfir 100 manns með aðstöðu á skrifstofum fyrirtækisins í Reykjavík, Stokkhólmi og London.

  • Hjá Meniga starfa yfir 40 hugbúnaðarsérfræðingar
  • Um 90% af starfsfólki Meniga eru Íslendingar
  • Sölu- og markaðsskrifstofur Meniga eru í London og Stokkhólmi

Skoða starfsmenn

Saga Meniga

Meniga var stofnað árið 2009 af Georgi Lúðvíkssyni, Ásgeiri Erni Ásgeirssyni og Viggó Ásgeirssyni. Tilgangur fyrirtækisins hefur frá upphafi verið að hafa jákvæð áhrif á fjármálahegðun fólks og hjálpa því með heimilisfjármálin.

  • Heimilisfjármálavefurinn Meniga.is fór fyrst í loftið í árslok 2009 í samstarfi við Íslandsbanka og svo bættust Arion banki og Landsbankinn í hópinn
  • Í árslok 2010 stofnaði Meniga söluskrifstofu í Stokkhólmi og í London í ársbyrjun 2014
  • Meniga hefur hlotið góðar viðtökur á Íslandi og víða um heim og er nú markaðsleiðandi á sínu sviði
  • Áhugasamir geta hlýtt á sögu Meniga flutta af Georgi Lúðvíkssyni framkvæmdastjóra fyrirtækisins á haustmánuðum 2013