Storf_i_bodi

Störf í boði

Ert þú snillingur?

Vegna stóraukinna umsvifa erlendis leitar Meniga eftir öflugum liðsmönnum til að styrkja hugbúnaðarþróun fyrirtækisins.

Meniga er brautryðjandi í þróun nýrrar kynslóðar netbankalausna á heimsvísu. Við þurfum öflugt fólk til að taka þátt í framþróun á netbankalausnum okkar til að tryggja áframhaldandi forystu okkar á því sviði.

Meniga vinnur að fjölmörgum þróunarverkefnum sem reyna á skapandi hugsun, greiningarhæfileika og úrlausn flókinna viðfangsefna.

Við leitum að fólki með:

  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Ódrepandi metnað
  • Áhuga á fjármálalausnum
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Getu til að starfa í alþjóðlegu umhverfi

Meðal verkefna eru hönnun og þróun nýjunga í Meniga kerfinu, forritun farsíma- og spjaldtölvulausna, hönnun gagnagrunna og vöruhúsa gagna, útfærsla á gervigreind/”machine learning” og aðlögun lausna okkar að netbönkum víða um heim.

Storf_i_bodi