Hvað segja notendur Meniga

Tugir þúsunda Íslendinga hafa skráð sig í Meniga. Gaman er að heyra frá mismunandi upplifunum fólks af kerfinu og hvernig það er notað með ólíkum hætti á meðal notenda. Algengast er þó að upplifunin sé:

 • Mjög jákvæð og skemmtileg
 • Auðveld og þægileg
 • Spari mönnum óþarfa tíma

Hver er þín upplifun af Meniga?

HvadSegjaNotendur
 • “MENIGA ER MAGNAД

  Meniga er magnað. Ég gat ekki látið mér detta í hug að hægt væri að setja upp með jafn einföldum hætti jafn flott yfirlit yfir útgjöldin hjá manni. Ég nenni ómögulega að liggja yfir bókhaldi en með Meniga er þetta ekkert mál.

  -47 ára sjómaður að vestan
 • “ELSKA MENIGA”

  Ég eiginlega bara elska Meniga. Án gríns. Í hvert sinn sem ég kaupi í matinn sé ég fyrir mér súluritið í Meniga þar sem sést hvað ég er búin að eyða miklu af áætlun mánaðarins. Mér finnst líka virkilega gaman að dunda mér við að bera mína eyðslu saman við aðra.

  - 22 ára hestakona og bókhaldsfrík
 • “HEILDARYFIRSÝN YFIR FJÁRMÁLIN”

  Ég var þeirrar skoðunar áður fyrr að kortin hefðu í seinni tíð tekið við peningum og af þeim sökum hefði maður tapað tilfinningunni fyrir eyðslunni. Nú hefur þetta snúist við og notkun kortanna gerir mann enn betur búinn til að hafa heildaryfirsýn yfir fjármál heimilisins.

  - 54 ára læknir og heimspekinemi
 • “OPNAÐI AUGUN”

  Ég hafði ekki hugmynd um hversu stórum hluta aleigunnar ég eyddi mánaðarlega í áfengi og leigubíla, áður en ég sá það á skífuriti í Meniga. Öss.. sæll og blessaður! Takk Meniga.

  - 23 ára leikskólakennari og bassafantur
 • “SAMTAKA Í SPARNAÐI”

  Eftir að við fórum að nota Meniga erum við hjónin í fyrsta skipti samtaka í að spara og okkur gengur frábærlega. Þetta breyttist úr því að vera vandamál í skemmtilegt verkefni. Við munum skála fyrir Meniga í heimsreisunni.

  - Fertug, stjórnarformaður og glerlistakona
 • “ÓMETANLEGAR UPPLÝSINGAR”

  Þetta er notendavænasta bókhaldsforrit sem ég hef kynnst. Heimilisbókhaldið er núna leikur einn og veitir mér ómetanlegar upplýsingar um hvað peningarnir mínir fara í. Ég er strax farinn að sjá hvar ég get bætt mig í fjármálunum og hef brugðist við því með því að byrja að greiða niður skuldir.

  - 38 ára bankamaður úr Kópavogi
 • “AUÐVELT Í NOTKUN”

  Meniga er frábært tól til að halda utan um rekstur og útgjöld heimilisins. Meniga gefur manni góða yfirsýn yfir bókhaldið á skemmtilegan hátt. Allar aðgerðir eru einfaldar og á allan hátt auðvelt í notkun. Hef sagt nemendum mínum frá þessu.

  - 34 ára kennari og hlaupari
 • “SKEMMTILEGT”

  Takk fyrir vefinn. Hann er skemmtilegur og hefur hjálpað mér mjög mikið að halda utan um bókhald heimilisins. Ég er syngjandi glöð með Meniga.

  -Söngkennari að norðan
 • “EINFALT”

  Þegar útgjöldin eru sett upp á svona einfaldan hátt er auðvelt að átta sig á því í hvað peningarnir fara. Bara ef forgjafarlækkunin væri svona einföld.

  - Fimmtugur kylfingur á Skaganum
 • “SPARAR TÍMA”

  Meniga hefur sparað mér heilu kvöldin í heimilisbókhaldið, nú afgreiði ég þetta á tæpum klukkutíma og hef meiri tíma í áhugamálin. Takk!“

  -Fertug, flugmaður úr Mosó