SpurtogSvarad

Spurt og svarað

Hér má finna svör við þeim spurningum sem við höfum fengið frá notendum Meniga í gegnum tíðina.

  • Við reynum að svara spurningum næsta virka dag
  • Gerum stöðugar endurbætur sem byggja á ábendingum notenda
  • Ekki hika við að hafa samband ef þú finnur ekki svar við spurningunni þinni!
SpurtogSvarad
Hvernig gerist ég notandi að Meniga?

Smelltu hér.

Kostar eitthvað að nota Meniga?

Nei, þú færð aðgang að Meniga þjónustunni endurgjaldslaust.

Hvernig tengi ég reikninga og kort maka við Meniga?

Við mælum með því að sambýlisfólk noti Meniga saman. Ef þú vilt fá aðgang að reikningum maka þarf hann að byrja á að skrá sig í Meniga gegnum netbanka sinn hjá  Arion bankaÍslandsbanka eða Landsbankanum.

Til að samtengja notendur velur þú síðan “Tengjast notanda” í Stillingum.

Skoða hjálparmyndband á YouTube

Hvað geri ég ef ég gleymi lykilorðinu mínu?
Af hverju birtast sumar færslur í röngum flokki?

Flest fyrirtæki og stofnanir eru flokkuð eftir því hver aðalstarfsemi þeirra er. Þegar fyrirtæki eða stofnun rekur margs konar starfsemi, t.d. verslun sem selur bæði matvöru og fatnað, getur verið erfitt að finna einn flokk sem lýsir allri starfseminni. Ef færsla er rangt flokkuð þarft þú að færa hana í réttan flokk. Það gerir þú með því að smella á flokkinn og velja nýjan flokk. Meniga man breytingar sem gerðar eru á sjálfvirkri flokkun og aðlagast þannig neyslumynstri þínu.

Bókhald gefur ekki rétta mynd af stöðu minni, hvað veldur því?

Líklegasta ástæðan er sú að laun, sem tilheyra næsta mánuði, hafi verið greidd út fyrir mánaðamót. Það sama getur átt við um ýmis útgjöld, þ.e. að þau hafi verið greidd í öðrum mánuði en þau tilheyra. Til að leiðrétta þetta smellir þú á dagsetningu færslunnar og velur nýja dagsetningu.

Skoða hjálparmyndband á YouTube

Get ég slegið inn tekjur og útgjöld sem greidd hafa verið með reiðufé?

Já, þú getur slegið inn færslur sem ekki koma fram á reikningum þínum eða kortum, t.d. þegar þú færð tekjur í reiðufé og útgjöld á móti þegar þú notar peningana. Innslegnar færslur eru sýndar sem færslur á sérstökum reikningi sem kallast „Veski“. Þú skráir nýja færslu með því að velja liðinn „Færslur“ í aðalvalmyndinni og smella þar á „Ný færsla“ hægra megin á færslustikunni.

Skoða hjálparmyndband á YouTube

Hvernig breyti ég netfangi og lykilorði?

Þú velur flipann „Aðgangsupplýsingar“ undir liðnum „Stillingar“ (efst til hægri) og þar er þér boðið að breyta aðgangsupplýsingum þínum, eins og netfangi og lykilorði.

Skoða hjálparmyndbönd á YouTube:

Getur einhver annar en ég komist í upplýsingar mínar á Meniga?

Nei, gagnaöryggi er tryggt með margvíslegum hætti á vef Meniga. Í fyrsta lagi er Meniga vefurinn tæknilega eins öruggur og vefir fjármálastofnana. Í öðru lagi veit Meniga ekki hver notandinn er (biður ekki um persónugreinanlegar upplýsingar). Í þriðja lagi hefur Meniga eingöngu lesaðgang að reikningum notenda þannig að ekki er hægt að framkvæma neinar fjárhagslegar færslur á Meniga.is. Í fjórða lagi ábyrgist Meniga meðferð allra upplýsinga um notendur. Sjá nánar: Öryggis- og persónuverndarstefna Meniga

Get ég tengt alla reikninga og kort við Meniga?

Já, þú getur tengt alla reikninga og kort við Meniga. Reikningar og kort sem þú tengir við Meniga gegnum netbanka Arion banka, Íslandsbanka eða Landsbankans uppfærast sjálfvirkt en reikninga og kort frá öðrum bönkum verður þú að setja handvirkt inn í Meniga og flytja færslur inn á þá úr netbankanum þínum.

Skoða hjálparmyndband á YouTube

Get ég eytt færslum úr Meniga?

Já, það gerir þú með því að velja „Færslur“ í aðalvalmynd. Þú finnur færsluna sem þú vilt eyða, velur hana og smellir svo á „Eyða færslu“ hnappinn í boxinu vinstra megin. Athugið að ekki er hægt að afturkalla færslu sem hefur verið eytt.

Ef þú vilt sleppa færslu úr bókhaldi án þess að eyða henni velur þú flokkinn „Sleppa úr bókhaldi“ undir liðnum „Flokkur“ í boxinu hægra megin.

Skoða hjálparmyndband á YouTube

Get ég aftur kallað fram færslu sem ég hef eytt?

Nei, það er ekki hægt en þú getur alltaf fundið færslu sem þú hefur eytt í netbankanum þínum og handslegið hana aftur inn í Meniga með því að velja liðinn „Færslur“ í aðalvalmyndinni og smella þar á „Ný færsla“ hægra megin á færslustikunni.

Skoða hjálparmyndband á YouTube

Hvernig tengist ég maka ef við erum bara með eitt netfang?

Ef þú vilt fá aðgang að reikningum maka sem er ekki með netfang þarf hann að byrja á að skrá sig í Meniga gegnum netbanka sinn hjá  Arion bankaÍslandsbanka eða Landsbankanum.

Í Netbankanum velur makinn hvaða reikninga og kort hann vill tengja við Meniga og velur svo að opna/tengjast Meniga. Þá fær hann upp gluggann „Hvernig viltu skrá þig?“. Þar velur hann leið þrjú: „Ég er þegar með Meniga aðgang og vil tengja reikninga og kort frá Mínum banka“ og slær þar inn þitt netfang og lykilorð. Að skráningarferlinu loknu er aðgangur ykkar orðinn sameiginlegur.

Hvað eru reglur?

Reglur er virkni sem vaktar nýjar færslur sem koma inn í Meniga og bera þær saman við skilyrði sem þú setur. Út frá settum skilyrðum vinnur Meniga með færslurnar og breytir þeim fyrir þig. Eigindi sem hægt er að breyta með reglum eru t.d. dagsetning, merkimiðar, flokkun o.s.frv en einnig er hægt að skipta færslum með reglum milli tveggja eða fleiri flokka.

Get ég fært færslur á milli tímabila?

Já, þú gerir það með því að velja „Færslur“ í aðalvalmynd, finna færsluna sem þú vilt færa á milli tímabila, smella á dagsetningu hennar og velja nýja dagsetningu. Þetta getur t.d. hentað þegar laun eru greidd út í lok mánaðar en tilheyra raunverulega næsta mánuði.

Skoða hjálparmyndband á YouTube

Get ég fært færslur á milli flokka?

Já, þú gerir það með því að velja „Færslur“ í aðlavalmynd, finna færsluna sem þú vilt færa á milli flokka, smella á flokkinn og velja nýjan flokk. Efst birtast þeir flokkar (á dökkbláum grunni), sem líklegastir eru.

Af hverju er strikað yfir sumar færslur hjá mér?

Ef strikað er yfir færslu reiknast hún ekki með í bókhaldi. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að færslur milli eigin reikninga og innborganir á greiðslukort verði tvítaldar. Færslur sem þú hefur valið að sleppa úr bókhaldi eru einnig yfirstrikaðar.

Hvernig eyði ég Meniga aðganginum mínum?

Til að eyða aðganginum þínum að Meniga þá ferðu inn í Stillingar og þar undir í Notendur og þar er þér boðið upp á að eyða aðganginum þínum.

Þegar ég eyði aðganginum mínum að Meniga eru þá öllum mínum gögnum eytt í leiðinni?

Já, öllum gögnum notanda er eytt.

Ég fæ of mikið af tilkynningum hvernig breyti ég því?

Til að stilla af hversu mikið af tilkynningum þú færð þá ferð þú í “Stillingar” og þar undir í “Tilkynningar” þar getur þú ráðið hversu mikið af tilkynningum þú færð.

Skjóttu á okkur spurningu!

Fill out my online form.