Stjórnun og stefna

Meniga ehf. er ört vaxandi íslenskt fyrirtæki sem er leiðandi á heimsvísu í þróun og sölu á heimilisfjármála- og netbankalausnum og afleiddum gagnavörum. Meniga rekur þrjár skrifstofur, í Reykjavík, Kringlunni 5, í London, One Canada Square, Canary Wharf, og Stokkhólmi, Olofsgatan 10. Höfuðstöðvar Meniga eru á Íslandi og þar er einnig þróunarmiðstöð fyrirtækisins. Sölu- og markaðsstarfi Meniga er stýrt frá London með stuðningi frá starfsmönnum Stokkhólmsskrifstofunnar. Hluti af hugbúnaðarþróun Meniga fer fram á skrifstofu fyritækisins í Stokkhólmi. 

Starfsmenn Meniga eru með margvíslega reynslu og þekkingu af heimilisfjármálum og tæknilausnum á fjármálasviði. Að auki reiðir Meniga sig á ýmsa verktaka, ráðgjafa, samstafsaðila og velunnara.

meniga-stofnendur_og_fjarfestar Frá undirritun fjármögnunarsamningsins 24. júní 2013. Fremri röð frá vinstri: Ásgeir Örn Ásgeirsson, Georg Lúðvíksson og Viggó Ásgeirsson, stofnendur Meniga. Efri röð frá vinstri: Kolbrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kjölfestu, og Eggert Claessen, framkvæmdastjóri Frumtaks. Lesa nánar

Stjórn

  • Svana Gunnarsdóttir, formaður
  • Sigurður K. Egilsson
  • Allard Luchsinger
  • Guðmundur Hafsteinsson
  • Karen Ong

Eigendur

 

Farabroddi_i_Evropu